Nú erum við nokkrir Krúserar að fara "bílagrímaferð" til Danmerkur að kynna okkur fornbílastemmninguna þar.
Þetta er árlegur viðburður þessa helgina hjá þeim og mikið prógram í gangi.
Allt um þessa uppákomu má sjá á heimasíðu klúbbsins sem við heimsækjum. http://www.acc.dk
Þetta verður allt myndað á alla kanta og munu Krúser-félagar fá að sjá afraksturinn á næstunni.
Kannski bara hópferð þangað að ári ?
En þrátt fyrir þessa skrepp-ferð förum við auðvitað áfram á Varbergs-sýninguna í Svíþjóð. www.wheelsnwings.se
Það er þá 4. skiptið í röð. Hún er haldin helgina 17. og 18. júlí.
Það er skemmtun sem enginn má missa af.
BARA gaman !!!!