Nýi bíllinn sóttur...

Kynntu þig og bílinn þinn fyrir öðrum klúbbmeðlimum.

Umsjónarmenn: K351, kruser5, krúser 57

Nýi bíllinn sóttur...

Innleggfrá Moli » 07 Jan 2009, 00:57

...og í þetta skiptið var það 1970 Pontiac GTO 8-)

Innfluttur 2005 og búinn að liggja í Keflavík síðan 2006. Flottur og vel sprækur bíll sem þarfnast smá ástar hér og þar, en mikið sóðalega er gaman að keyra þetta!!! Naut mín vel í kvöld í rigningunni og myrkrinu á Reykjanesbrautinni með 400 rokkinn í húddinu og 4 gírana í gólfinu... líkar þetta alveg æðislega vel!

Ég fékk eBay pappírana með honum og var hann tekinn duglega í gegn áður en hann kom til landsins, segir í lýsingunni að hann sé upphaflega rauður og þetta sé "numbers matching" bíll en skilst samt að heddinn séu af '71 bíl. Vélin átti að hafa verið nýupptekinn aðeins áður en hann kom til landins. Bíllinn er með close ratio 4 gíra kassa og með 3.73 drif og læsingu. Hann stóð að vísu úti í Keflavík hjá fyrri eiganda í einhvern tíma en eins og ég sagði þarfnast smá umhyggju hér og þar, ekkert sem ekki má laga.

Það sem var keypt nýtt og endurnýjað í honum áður en hann kom til landsins 2005 er:

Nýjar felgur og dekk
Nýtt í fjöðrun
Bensíntankur tekinn í gegn
Nýtt í bremsum
Nýir gúmmíkantar í kringum hurðir
Nýir speglar
Ný innrétting, toppklæðning, sæti og mælaborð.
Nýtt Flowmaster púst.
Sprautaður 2005, en undirvinnan ekki upp á sitt besta og lakkið ber þess merki.

Bíllinn er mjög sprækur og soundar flott, það verður gaman í sumar! 8-)



Skelli inn tveim gömlum myndum, tek betri við tækifæri! 8-)

Mynd
Mynd
Maggi Sig.
1971 Chevrolet Nova 350
1969 Ford Mustang 351W
http://www.bilavefur.net
bilavefur.net á YouTube
bilavefur@internet.is
Smámynd notanda
Moli
 
Innlegg: 27
Skráður: 20 Okt 2008, 23:59

Re: Nýi bíllinn sóttur...

Innleggfrá krúser 57 » 07 Jan 2009, 08:41

Til hamingju með Pontiacinn Maggi.
Flottur bíll.
Alvöru " Gé Emm "
Ná ví ar toking !
krúser 57
 
Innlegg: 129
Skráður: 26 Nóv 2008, 13:30

Re: Nýi bíllinn sóttur...

Innleggfrá k.comet » 07 Jan 2009, 16:59

Flottir bílar.. til hamingju með þennan Maggi, þú átt eftir að gera þennan ennþá betri.. er ekki bara smá smotteri sem þarf að gera til að fábilinn góðann?

kv. k.comet
K Comet
k.comet
 
Innlegg: 27
Skráður: 19 Des 2008, 22:16

Re: Nýi bíllinn sóttur...

Innleggfrá K351 » 07 Jan 2009, 18:27

Til hamingju með græjuna, fáum við ekki að sjá hann á morgun :roll:

Definitions of pontiac gto on the Web:
The Pontiac GTO was an automobile built by Pontiac from 1964 to 1974, and by General Motors Holden in Australia from 2004 to 2006. ...
en.wikipedia.org/wiki/Pontiac_GTO
Björn Guðmundsson

Mercury Comet 1974
Volkswagen Vanagon 1984 - Saab knúinn
K351
 
Innlegg: 121
Skráður: 15 Des 2008, 21:15

Re: Nýi bíllinn sóttur...

Innleggfrá krúser 57 » 07 Jan 2009, 20:55

Já hvernig væri það, Maggi.
Rúlla á GTO á Bíldshöfðann annað kvöld....fimmtudagskvöld hjá Krúserum ;)
krúser 57
 
Innlegg: 129
Skráður: 26 Nóv 2008, 13:30

Re: Nýi bíllinn sóttur...

Innleggfrá Ozeki » 07 Jan 2009, 22:00

Til hamingju.
Fallegur bíll, fallegur á litin líka!
Ozeki at simnet púnktur is
Buick '73

When I die, I want to go peacefully like my Grandfather did, in his sleep -- not screaming, like the passengers in his car
Ozeki
 
Innlegg: 37
Skráður: 31 Okt 2008, 22:37

Re: Nýi bíllinn sóttur...

Innleggfrá krúser 57 » 09 Jan 2009, 10:33

krúser 57 skrifaði:Já hvernig væri það, Maggi.
Rúlla á GTO á Bíldshöfðann annað kvöld....fimmtudagskvöld hjá Krúserum ;)


og auðvitað mætti Maggi á græjunni við mikinn fögnuð viðstaddra.
FLOOOOOOOOOOOOOOOOTTUR. !
krúser 57
 
Innlegg: 129
Skráður: 26 Nóv 2008, 13:30

Re: Nýi bíllinn sóttur...

Innleggfrá Friðrik » 23 Jan 2009, 20:47

Moli skrifaði:...og í þetta skiptið var það 1970 Pontiac GTO 8-)

Innfluttur 2005 og búinn að liggja í Keflavík síðan 2006. Flottur og vel sprækur bíll sem þarfnast smá ástar hér og þar, en mikið sóðalega er gaman að keyra þetta!!! Naut mín vel í kvöld í rigningunni og myrkrinu á Reykjanesbrautinni með 400 rokkinn í húddinu og 4 gírana í gólfinu... líkar þetta alveg æðislega vel!

Ég fékk eBay pappírana með honum og var hann tekinn duglega í gegn áður en hann kom til landsins, segir í lýsingunni að hann sé upphaflega rauður og þetta sé "numbers matching" bíll en skilst samt að heddinn séu af '71 bíl. Vélin átti að hafa verið nýupptekinn aðeins áður en hann kom til landins. Bíllinn er með close ratio 4 gíra kassa og með 3.73 drif og læsingu. Hann stóð að vísu úti í Keflavík hjá fyrri eiganda í einhvern tíma en eins og ég sagði þarfnast smá umhyggju hér og þar, ekkert sem ekki má laga.

Það sem var keypt nýtt og endurnýjað í honum áður en hann kom til landsins 2005 er:

Nýjar felgur og dekk
Nýtt í fjöðrun
Bensíntankur tekinn í gegn
Nýtt í bremsum
Nýir gúmmíkantar í kringum hurðir
Nýir speglar
Ný innrétting, toppklæðning, sæti og mælaborð.
Nýtt Flowmaster púst.
Sprautaður 2005, en undirvinnan ekki upp á sitt besta og lakkið ber þess merki.

Bíllinn er mjög sprækur og soundar flott, það verður gaman í sumar! 8-)



Skelli inn tveim gömlum myndum, tek betri við tækifæri! 8-)

Mynd
Mynd

Til lukku með bílinn drengur,þetta er glæsilegur vagn,enda hefur geitin ætíð rokkað feitt .
Eigðu góðar mílur
Kv Friðrik
Friðrik
 
Innlegg: 5
Skráður: 15 Jan 2009, 16:36


Fara aftur til Meðlimir og Bílarnir þeirra

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron