Þar sem ég var að skrá mig er víst við hæfi að sýna hvað ég á í augnablikinu;
þennan kannast margir við, hann hefur verið í nokkurri lægð undanfarið og margt farið
að bila en nú er allt að gerast, komin ný vatnsdæla,framhjólalega,bensíndæla og margt fleira.
Næsta skref er að finna nýja blæju fyrir sumarið, klára sílsakittið utan og taka svo
innréttinguna í gegn.
þessi var keyptur fyrir stuttu, kom frá Akranesi.
Hann er upphaflega RS en svo var Z28 dóti skipt yfir og vélin sem var V-6 fór og LT1 V-8
vélin kom í staðinn með allri drifrásinni. Nú er því leðurinnrétting og hann er sjálfskiptur og
í mjög góðu lagi. árgerðin er 1993.
hérna eru þeir nýþvegnir saman.
þessi er 92 módel, á 32" dekkjum, fínn í veiðina og að draga tjaldvagninn út á landi.
V-6 bensínvélin,sjálfsk, fínn bíll.
þetta er svo heimilisbíllinn, sem konan keyrir nú aðallega, Saab 9-5 Turbo 16v
og árgerðin er 1998.
þetta er 1991 árgerð, Lincoln Continental Signature series, með hvítu leðri og allt digital.
Bílar sem ég hef átt síðasta ár eða síðustu 1-2 ár eru hér nokkrir:
1994 módel, V-8 vélin 5 lítra, beinskiptur.
Dodge Stealth, 1994 , V-6, beinskiptur.
VW Scirocco 1983, gerði þennan upp, hann er sjálfskiptur m 16oo vél.
annars er bílarunan hér ef menn nenna að skrolla:
http://boas-king.blogcentral.is/sida/2062174/
kv, Börkur.