bílarnir mínir

Kynntu þig og bílinn þinn fyrir öðrum klúbbmeðlimum.

Umsjónarmenn: K351, kruser5, krúser 57

bílarnir mínir

Innleggfrá börkur62 » 23 Mar 2009, 08:47

Þar sem ég var að skrá mig er víst við hæfi að sýna hvað ég á í augnablikinu;
Mynd
þennan kannast margir við, hann hefur verið í nokkurri lægð undanfarið og margt farið
að bila en nú er allt að gerast, komin ný vatnsdæla,framhjólalega,bensíndæla og margt fleira.
Næsta skref er að finna nýja blæju fyrir sumarið, klára sílsakittið utan og taka svo
innréttinguna í gegn.
Mynd
þessi var keyptur fyrir stuttu, kom frá Akranesi.
Mynd
Hann er upphaflega RS en svo var Z28 dóti skipt yfir og vélin sem var V-6 fór og LT1 V-8
vélin kom í staðinn með allri drifrásinni. Nú er því leðurinnrétting og hann er sjálfskiptur og
í mjög góðu lagi. árgerðin er 1993.
Mynd
hérna eru þeir nýþvegnir saman.
Mynd

Mynd
þessi er 92 módel, á 32" dekkjum, fínn í veiðina og að draga tjaldvagninn út á landi.
V-6 bensínvélin,sjálfsk, fínn bíll.

Mynd
þetta er svo heimilisbíllinn, sem konan keyrir nú aðallega, Saab 9-5 Turbo 16v
og árgerðin er 1998.

Mynd
þetta er 1991 árgerð, Lincoln Continental Signature series, með hvítu leðri og allt digital.
Mynd


Bílar sem ég hef átt síðasta ár eða síðustu 1-2 ár eru hér nokkrir:
Mynd
1994 módel, V-8 vélin 5 lítra, beinskiptur.
Mynd
Dodge Stealth, 1994 , V-6, beinskiptur.
Mynd
VW Scirocco 1983, gerði þennan upp, hann er sjálfskiptur m 16oo vél.

annars er bílarunan hér ef menn nenna að skrolla:
http://boas-king.blogcentral.is/sida/2062174/

kv, Börkur.
börkur62
 
Innlegg: 6
Skráður: 22 Mar 2009, 22:01

Re: bílarnir mínir

Innleggfrá K351 » 25 Mar 2009, 22:04

Þetta er heimikið safn hjá þér og margir flottir bílar, velkominn í hópinn.
Björn Guðmundsson

Mercury Comet 1974
Volkswagen Vanagon 1984 - Saab knúinn
K351
 
Innlegg: 121
Skráður: 15 Des 2008, 21:15


Fara aftur til Meðlimir og Bílarnir þeirra

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 5 gestir

cron