Síða 1 af 1

Nýi bíllinn sóttur...

InnleggInnsent: 07 Jan 2009, 00:57
frá Moli
...og í þetta skiptið var það 1970 Pontiac GTO 8-)

Innfluttur 2005 og búinn að liggja í Keflavík síðan 2006. Flottur og vel sprækur bíll sem þarfnast smá ástar hér og þar, en mikið sóðalega er gaman að keyra þetta!!! Naut mín vel í kvöld í rigningunni og myrkrinu á Reykjanesbrautinni með 400 rokkinn í húddinu og 4 gírana í gólfinu... líkar þetta alveg æðislega vel!

Ég fékk eBay pappírana með honum og var hann tekinn duglega í gegn áður en hann kom til landsins, segir í lýsingunni að hann sé upphaflega rauður og þetta sé "numbers matching" bíll en skilst samt að heddinn séu af '71 bíl. Vélin átti að hafa verið nýupptekinn aðeins áður en hann kom til landins. Bíllinn er með close ratio 4 gíra kassa og með 3.73 drif og læsingu. Hann stóð að vísu úti í Keflavík hjá fyrri eiganda í einhvern tíma en eins og ég sagði þarfnast smá umhyggju hér og þar, ekkert sem ekki má laga.

Það sem var keypt nýtt og endurnýjað í honum áður en hann kom til landsins 2005 er:

Nýjar felgur og dekk
Nýtt í fjöðrun
Bensíntankur tekinn í gegn
Nýtt í bremsum
Nýir gúmmíkantar í kringum hurðir
Nýir speglar
Ný innrétting, toppklæðning, sæti og mælaborð.
Nýtt Flowmaster púst.
Sprautaður 2005, en undirvinnan ekki upp á sitt besta og lakkið ber þess merki.

Bíllinn er mjög sprækur og soundar flott, það verður gaman í sumar! 8-)



Skelli inn tveim gömlum myndum, tek betri við tækifæri! 8-)

Mynd
Mynd

Re: Nýi bíllinn sóttur...

InnleggInnsent: 07 Jan 2009, 08:41
frá krúser 57
Til hamingju með Pontiacinn Maggi.
Flottur bíll.
Alvöru " Gé Emm "
Ná ví ar toking !

Re: Nýi bíllinn sóttur...

InnleggInnsent: 07 Jan 2009, 16:59
frá k.comet
Flottir bílar.. til hamingju með þennan Maggi, þú átt eftir að gera þennan ennþá betri.. er ekki bara smá smotteri sem þarf að gera til að fábilinn góðann?

kv. k.comet

Re: Nýi bíllinn sóttur...

InnleggInnsent: 07 Jan 2009, 18:27
frá K351
Til hamingju með græjuna, fáum við ekki að sjá hann á morgun :roll:

Definitions of pontiac gto on the Web:
The Pontiac GTO was an automobile built by Pontiac from 1964 to 1974, and by General Motors Holden in Australia from 2004 to 2006. ...
en.wikipedia.org/wiki/Pontiac_GTO

Re: Nýi bíllinn sóttur...

InnleggInnsent: 07 Jan 2009, 20:55
frá krúser 57
Já hvernig væri það, Maggi.
Rúlla á GTO á Bíldshöfðann annað kvöld....fimmtudagskvöld hjá Krúserum ;)

Re: Nýi bíllinn sóttur...

InnleggInnsent: 07 Jan 2009, 22:00
frá Ozeki
Til hamingju.
Fallegur bíll, fallegur á litin líka!

Re: Nýi bíllinn sóttur...

InnleggInnsent: 09 Jan 2009, 10:33
frá krúser 57
krúser 57 skrifaði:Já hvernig væri það, Maggi.
Rúlla á GTO á Bíldshöfðann annað kvöld....fimmtudagskvöld hjá Krúserum ;)


og auðvitað mætti Maggi á græjunni við mikinn fögnuð viðstaddra.
FLOOOOOOOOOOOOOOOOTTUR. !

Re: Nýi bíllinn sóttur...

InnleggInnsent: 23 Jan 2009, 20:47
frá Friðrik
Moli skrifaði:...og í þetta skiptið var það 1970 Pontiac GTO 8-)

Innfluttur 2005 og búinn að liggja í Keflavík síðan 2006. Flottur og vel sprækur bíll sem þarfnast smá ástar hér og þar, en mikið sóðalega er gaman að keyra þetta!!! Naut mín vel í kvöld í rigningunni og myrkrinu á Reykjanesbrautinni með 400 rokkinn í húddinu og 4 gírana í gólfinu... líkar þetta alveg æðislega vel!

Ég fékk eBay pappírana með honum og var hann tekinn duglega í gegn áður en hann kom til landsins, segir í lýsingunni að hann sé upphaflega rauður og þetta sé "numbers matching" bíll en skilst samt að heddinn séu af '71 bíl. Vélin átti að hafa verið nýupptekinn aðeins áður en hann kom til landins. Bíllinn er með close ratio 4 gíra kassa og með 3.73 drif og læsingu. Hann stóð að vísu úti í Keflavík hjá fyrri eiganda í einhvern tíma en eins og ég sagði þarfnast smá umhyggju hér og þar, ekkert sem ekki má laga.

Það sem var keypt nýtt og endurnýjað í honum áður en hann kom til landsins 2005 er:

Nýjar felgur og dekk
Nýtt í fjöðrun
Bensíntankur tekinn í gegn
Nýtt í bremsum
Nýir gúmmíkantar í kringum hurðir
Nýir speglar
Ný innrétting, toppklæðning, sæti og mælaborð.
Nýtt Flowmaster púst.
Sprautaður 2005, en undirvinnan ekki upp á sitt besta og lakkið ber þess merki.

Bíllinn er mjög sprækur og soundar flott, það verður gaman í sumar! 8-)



Skelli inn tveim gömlum myndum, tek betri við tækifæri! 8-)

Mynd
Mynd

Til lukku með bílinn drengur,þetta er glæsilegur vagn,enda hefur geitin ætíð rokkað feitt .
Eigðu góðar mílur
Kv Friðrik