Síða 1 af 2

Dodge Challenger

InnleggInnsent: 16 Jan 2009, 18:20
frá Friðrik
Sælir.
Ákvað að breyta póstinum sem að ég var með áður en hann var varðandi gamla Dodge Challenger sem að ég átti í æsku.
Ég keypti hann árið 1982 og var hann þá með skráningarnúmerið G 15612,á krómfelgum með krómaða koppa og bara nokkuð góður.Seldi hann svo árið 1986,var þá búinn að eyða ansi miklum tíma og seðlum í hann.Nýjar krómfelgur,sílsarör,mótorinn fékk yfirhalningu var boraður og var eitt og annað góðgæti sett í hann,var 318 og fékk smá úr 340 mótornum.setti sixpack loftinntak og lakkaði svo gæðinginn.Þegar að hann er seldur hefur hann skráningarnúmerið B 468.Hef svo ekkert af þessum ágæta bíl séð eða heyrt.Datt þess vegna í hug að athuga á þessu svæði,hvort að menn vissu eitthvað.Læt fylgja með mynd af honum,en ég sá myndir á bilavefur.net sem að gætu átt við hann

Re: Dodge Challenger

InnleggInnsent: 16 Jan 2009, 21:26
frá K351
Ég man eftir þessum í gamladaga, en hvar eru nú mopar sérfræðingarnir þeir eiga að vita þetta.

Re: Dodge Challenger

InnleggInnsent: 22 Jan 2009, 01:34
frá Moli
Þessi stóð lengi upp í Hólahverfi í Breiðholti um og eftir 1990-1993. Þessi mynd er tekinn þar. Frétti seinna að hann var rifinn og restinni hent. :(

Re: Dodge Challenger

InnleggInnsent: 23 Jan 2009, 20:30
frá Friðrik
Moli skrifaði:Þessi stóð lengi upp í Hólahverfi í Breiðholti um og eftir 1990-1993. Þessi mynd er tekinn þar. Frétti seinna að hann var rifinn og restinni hent. :(

Ég held að þetta sé ekki bíllinn,þessi er með plast (fíber ) framstykki,en gamli var orginal
Kv Friðrik

Re: Dodge Challenger

InnleggInnsent: 24 Jan 2009, 09:49
frá kristjan
mér sýnist á öllu að þetta sé sami bill :idea: og ekki ósenilegt að það sé búið að skifta út þessum framenda í gegnum árin :mrgreen: senilega ekki margir svona grænir með grænan vínil líka verið til hér á landi ;)

Re: Dodge Challenger

InnleggInnsent: 25 Jan 2009, 00:17
frá caddy
Þessi er sá sami og eigandin var með í skúr hjá mér um 1988 held að hann hafi aldei klárað verkið.
En munið þið eftir einum Bláum með 383 Magnum held 71 árgerð hvað ætli hafi orðið af honum
Kv Caddy

Re: Dodge Challenger

InnleggInnsent: 21 Feb 2009, 00:04
frá Challenger
Ég á þennan bíl. Keypti hann ´98. Hann er í ágætis standi. Hvítur núna og er á Egilsstöðum

Re: Dodge Challenger

InnleggInnsent: 22 Feb 2009, 11:57
frá Friðrik
Ertu þá að tala um þann græna eða þann bláa.Ef að það er sá græni,þætti mér gaman að sjá mynd af honum.

Re: Dodge Challenger

InnleggInnsent: 23 Feb 2009, 18:45
frá Moli
Friðrik skrifaði:Ertu þá að tala um þann græna eða þann bláa.Ef að það er sá græni,þætti mér gaman að sjá mynd af honum.


Hann er að tala um græna bílinn. Það stemmir við eigenda- og númeraferil að þetta sé sá sem er á Egilstöðum.

Hérna eru gamlar myndir af honum sem og eigenda- og númeraferill.

Fletti þessu upp og komst að því að þessi græni (að ofan) er hvíti bíllinn sem er fyrir austan í dag. 8-)

Eigendaferill

25.11.1998 Bjarki Örvar Auðbergsson Fagrihvammur
28.05.1988 Gylfi Karlsson Hofteigur 22
01.10.1986 Sigurður Guðjónsson Stelkshólar 8
26.08.1986 Árni Árnason Markarflöt 33
22.08.1985 Gylfi Karlsson Hofteigur 22
09.03.1982 Friðrik Magnússon Holtateigur 20
25.10.1981 Pétur Randver Bryde Vættaborgir 140
16.02.1981 Þröstur Guðnason Einihlíð 1
24.01.1980 Lárus Hjörtur Helgason Njörvasund 23
07.12.1978 Gylfi Kristinn Sigurgeirsson Glitvellir 10
11.09.1978 Preben Willy Nielsen Danmörk
11.09.1978 Jón Guðlaugsson Óstaðsettir í hús
21.03.1977 Þórarinn Örn Geirsson Hesthamrar 4

Númeraferill

16.06.2004 BX168 Almenn merki
21.04.1982 B468 Gamlar plötur
13.03.1981 G15612 Gamlar plötur
24.01.1980 R64344 Gamlar plötur
07.12.1978 Y5000 Gamlar plötur
11.09.1978 Ö921 Gamlar plötur
21.03.1977 R51141 Gamlar plötur

Skráningarferill


16.06.2004 Endurskráð - Almenn
02.10.1985 Afskráð -
25.09.1975 Nýskráð - Almenn

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Re: Dodge Challenger

InnleggInnsent: 27 Feb 2009, 20:43
frá Friðrik
Glæsilegt
Þetta var það sem að mig vantaði