Síða 1 af 1

Flytja inn fornbíl - Chevrolet Chevelle 1967-1972

InnleggInnsent: 11 Des 2013, 22:35
frá Templar
Sælir

Er að litast um eftir Chevrolet Chevelle SS 1967-1972 erlendis, eru e-h traustir aðilar erlendis sem að senda bíla sem að standast umsagnir og maður þarf ekki að flúgja út til að skoða t.d.?

Einnig eru einhver sérstök skatta og tollalög þegar kemur að fornbílum?

Takk,
Simon

Re: Flytja inn fornbíl - Chevrolet Chevelle 1967-1972

InnleggInnsent: 12 Des 2013, 15:17
frá krúser 57
Sæll Símon.
Varðandi það að láta skoða fyrir sig bíl erlendis, þá eru fyrirtæki sem auglýsa þessa þjónustu mjög oft með auglýsingar á ebay. Ég hef sjálfur verslað við þannig aðila og það var allt eins og það átti að vera.
Varðandi tollamálin hér heima, þá er þetta reiknað ca. þannig:
Verð bílsins í erlendri mynt umreiknað í ísl kr. við þetta bætist síðan flutningskostnaður til íslands.
Bíll sem er 40 ára eða eldri ber 13% gjöld sem reiknast af af samanlögðum gjöldum hér að ofan.
Við þetta bætist síðan virðisaukaskattur. Svo kemur smá viðbótarkostnaður vegna skráningar oþh. innan við 100 þús.

Með kveðju
Einar
Krúser# 57
864-5904

Re: Flytja inn fornbíl - Chevrolet Chevelle 1967-1972

InnleggInnsent: 13 Des 2013, 14:03
frá krúser 57
Það eru nokkrir góðir til sölu á þessari síðu í Danmörku.
Stutt að fara og skoða gripinn áður en gengið er frá kaupunum.

www.smallblock.dk


kv.
Einar