frá krúser 57 » 12 Des 2013, 15:17
Sæll Símon.
Varðandi það að láta skoða fyrir sig bíl erlendis, þá eru fyrirtæki sem auglýsa þessa þjónustu mjög oft með auglýsingar á ebay. Ég hef sjálfur verslað við þannig aðila og það var allt eins og það átti að vera.
Varðandi tollamálin hér heima, þá er þetta reiknað ca. þannig:
Verð bílsins í erlendri mynt umreiknað í ísl kr. við þetta bætist síðan flutningskostnaður til íslands.
Bíll sem er 40 ára eða eldri ber 13% gjöld sem reiknast af af samanlögðum gjöldum hér að ofan.
Við þetta bætist síðan virðisaukaskattur. Svo kemur smá viðbótarkostnaður vegna skráningar oþh. innan við 100 þús.
Með kveðju
Einar
Krúser# 57
864-5904