Ágætu Krúser menn,
Flugklúbbur Mosfellsbæjar hefur ákveðið að halda Wings and Wheels sýningu á Tungubökkum þann 27. ágúst næstkomandi. Á síðasta ári fjölmenntu krúserar á Tungubakkaflugvöllu og áttu þátt í að skapa ógleymanlegt andrúmsloft, og nú ætlum við að endurtaka leikinn.
Í ljósi reynslunnar frá síðasta ári ætlum við að að gera tilraun með að færa sýninguna enn nær samskonar sýningum erlendis. Eitt af því sem einkennir sýningar sem þessar erlendis eru sölubásar frá ýmsum aðilum (bæði einkaaðilum og fyrirtækum) þar sem verið er að selja allt milli himins og jarðar. Ef þið hafið áhuga á því að vera með sölubás á sýningunni, vinsamlegast hafið samband við Sigurjón Valsson (sigurjonv@atlanta.is).
Til að rifja upp andrúmsloft síðasta árs, er hægt að sjá nokkrar myndir á http://www.fkm.is/?c=album&page=list-im ... &album=128
Ég vonast til að sjá sem flesta á Tungubökkum síðast laugardag í ágúst.
Sigurjón Valsson.