Wings´n Wheels á Tungubökkum þakkar fyrir komuna

Hér er hægt að spjalla um allt og ekkert, sem tengist Krúser á einhvern hátt.

Umsjónarmenn: K351, kruser5, krúser 57

Wings´n Wheels á Tungubökkum þakkar fyrir komuna

Innleggfrá Sigurjón Valsson » 31 Ágú 2010, 16:32

Mig langar til þess að þakka öllum Krúser félögum sem mættu á Tungubakkaflugvöll á laugardaginn var kærlega fyrir komuna. Sérstakar þakkir fá þeir sem mættu með bíla sína og höfðu til sýnis.

Sem skipuleggjandi sýningarinnar get ég ekki verið annað en ánægður með þann fjölda sem mætti á svæðið og flestir virtust skemmta sér konunglega og er nokkuð ljóst að sýning þessi er komin til þess að vera. Samt er ýmislegt sem betur má fara, enda væri annað óeðlilegt þar sem þetta var í fyrsta skipti sem þetta var haldið og ég er að læra á þetta.

Upphaflega hugmyndin var að raða saman bílum, flugvélum, traktorum og mótorhjólum þannig að árgerðir stæðu saman. Ég var gersamlega óundirbúinn undir þann fjölda af bílum sem dreif að upp úr klukkan tólf, og missti ég gersamlega stjórn á ástandinu. Það virtist samt ekki koma að sök, þar sem bíla menn fundu sér stað á eigin spýtur og virtist það bara koma mjög vel út. Næst þegar svona sýning verður haldin þyrfti að hafa her manns í því að stjórna umferð inn á sýningarsvæðið til að hægt væri að halda í þá hugmynd að raða saman árgerðum. Finnst mönnum að það þess virði, eða kom "kaos" aðferðin bara vel út?

Vegurinn niður að Tungubökkum var/er hörmung. Enn og aftur var ég óundirbúinn undir fjöldan sem mætti. Stöðug, þung umferð um veginn varð til þess að ryk mökkur lá yfir svæðinu og hefur ábyggilega gert mörgum bíl eigandanum gramt í geði. Fyrir mína parta er ljóst að fyrir næstu sýningu þarf að hefla og rykbinda vegin. Eftir vinsældirnar þetta árið er ég viss um að Mosfellsbær fæst til að gera það :roll:

Setja þarf inn á dagskránna nokkur skipulögð flugatriði. Það litu allir til himins þegar eitthvað flaug framhjá.

Skoða þarf hvort setja þurfi upp girðingu til þess að halda fólki frá flugbrautinni, en það komu upp tilfelli þar sem fólk stóð óþarflega nálægt flugvélum í flugtaki og lendingu.

Ef þið hafið frekari hugmyndir af því hvernig bæta má sýningun væri gaman að heyra ykkar hugmyndir.

Eftir nokkra tæknilega örðugleika eru myndir frá sýningunni loksins komnar inn á heimasíðu FKM og þið getið skoðað þær á eftirfarandi slóð:
http://www.fkm.is/?c=album&page=list-im ... &album=128
Eins og sést á textanum undir myndunum eru vitsmunir mínir á sviði bíla ekki miklir. Ef þið viljið bæta við texta undir myndir endilega hafið samband og tilgreinið númer myndarinnar og þann texta sem þið viljið fá.

Kær kveðja,
Sigurjón Valsson
Sigurjón Valsson
 
Innlegg: 7
Skráður: 31 Ágú 2010, 15:55

Re: Wings´n Wheels á Tungubökkum þakkar fyrir komuna

Innleggfrá krúser 57 » 03 Sep 2010, 13:18

Við Krúserar þökkum fyrir okkur. Flotta skemmtun og aðstaðan frábær.
Og veðrið lék við okkur.
Fyrir næsta sumar: malbik alla leið..............og við komum helmingi fleiri.!!! :-)
krúser 57
 
Innlegg: 129
Skráður: 26 Nóv 2008, 13:30


Fara aftur til Almennar Umræður

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 4 gestir

cron