Síða 1 af 1

Bifreiðaeftirlitið sáluga

InnleggInnsent: 20 Maí 2009, 19:32
frá Ozeki
Þeir eru skemtilegir þessir skoðurnarmiðar í stíl við það sem Bifreiðaeftirlitið sáluga notaðist við í gamla daga.
En hafa menn tekið eftir stafsetningarvillu á þessum miðum?
Ég sá að 'Ríkisins' var stafað með tveimur ennum, en er eiginlega viss um að það eigi bara að vera eitt.

Ég fékk svo 2011 miða á bílinn hjá mér þar sem hann er skráður 1973, en þá var þessi gamli miði með R í stað T í endan á 'Bifreiðaeftirlit'
Auk þess að vera ferkanntaður en ekki hringlóttur, ég eiginlega kunni ekki við að líma hann í hjá mér.

Ég veit ekki hvort einhverjir hafi tekið eftir þessu, en það má þá kannski kippa þessu í lag áður en keyptir eru nýjir miðar seinna meir.

Re: Bifreiðaeftirlitið sáluga

InnleggInnsent: 21 Maí 2009, 22:23
frá börkur62
var einmitt að spá í þetta líka, hvort þetta væri yfirvegað grín eða röng stafsetning.

Re: Bifreiðaeftirlitið sáluga

InnleggInnsent: 25 Maí 2009, 14:48
frá krúser 57
Ekki vannst tími til þess að endurgera 2011 miðann, þar sem hann var að renna úr prentun rétt áður en skoðunin hófst.
Það má þó alltaf klippa hann til svo að hann verði kringlóttur.
Ef einhver vill fá nýjan miða til þess að klippa út, þá er nóg til hjá okkur á Bíldshöfðanum, en prentvillan er þó enn til staðar. (2011 miðinn verður einstakur í sinni röð og hefur þar með skapað sér söfnunargildi ) ? :roll: