Síða 1 af 1

Fornbílaskemmtun í Köben

InnleggInnsent: 15 Maí 2009, 09:49
frá krúser 57
Nú erum við nokkrir Krúserar að fara "bílagrímaferð" til Danmerkur að kynna okkur fornbílastemmninguna þar.
Þetta er árlegur viðburður þessa helgina hjá þeim og mikið prógram í gangi.
Allt um þessa uppákomu má sjá á heimasíðu klúbbsins sem við heimsækjum. http://www.acc.dk
Þetta verður allt myndað á alla kanta og munu Krúser-félagar fá að sjá afraksturinn á næstunni.
Kannski bara hópferð þangað að ári ?

En þrátt fyrir þessa skrepp-ferð förum við auðvitað áfram á Varbergs-sýninguna í Svíþjóð. www.wheelsnwings.se

Það er þá 4. skiptið í röð. Hún er haldin helgina 17. og 18. júlí.
Það er skemmtun sem enginn má missa af.

BARA gaman !!!!

Re: Fornbílaskemmtun í Köben

InnleggInnsent: 15 Maí 2009, 20:39
frá K351
Gaman að þessu, tökum kanski bara Norrænu á næsta ári og skellum okkur til Köben :mrgreen:

Hlakka til að sá myndir.

Re: Fornbílaskemmtun í Köben

InnleggInnsent: 21 Maí 2009, 23:55
frá K351

Re: Fornbílaskemmtun í Köben

InnleggInnsent: 22 Maí 2009, 11:31
frá krúser 57
Þið verðið að afsaka að þarna slæddust nokkrar myndir með sem sýnir að menn hafa greinilega verið komnir í fasteignahugleiðingar....eða þannig.
Þetta myndabrot af bílunum er þó bara smá sýnishorn af því sem tókst að mynda, og verður þessu öllu saman rennt á DVD og sýnt á Bíldshöfðanum við fyrsta tækifæri.
Þarna má þó sjá bíl sem einhverjir kannast við...og var seldur út á síðasta ári.
Pontiac Bonnewille 1967 blæju. Hann fékk 3 verðlaun á þessari bílaskemmtun.

Re: Fornbílaskemmtun í Köben

InnleggInnsent: 25 Maí 2009, 14:44
frá krúser 57
Það eru fleiri myndir hérna á síðu klúbbsins sem stendur fyrir þessari skemmtum.

www.acc.dk

klikka á : on tour
og síðan að klikka á : turtle ball 09

Hellingur að flottum bílum !