Í dag stóð Mustang klúbburinn fyrir frábærri sýningu sem heppnaðist á alla staði mjög vel. Í dag var fagnað 45 ára afmæli Ford Mustang sem og 10 ára afmæli Íslenska Mustang klúbbsins. Sýningin var gríðarlega vel sótt, en hún var haldinn í húsakynnum Brimborgar milli 10.00 og 16.00 í dag. Að því tilefni vill Mustang klúbburinn þakka öllum, gestum sem eigendum bílanna fyrir komuna og þáttökuna sem og Brimborg fyrir að lána okkur húsnæði sitt að kostnaðarlausu.
Hér má svo sjá þá bíla sem sýndir voru á sýningunni.
Myndirnar má einnig sjá hér --> http://www.bilavefur.net/album/thumbnails.php?album=258