Krúserum býðst viðgerðaraðstaða hjá N1

N1 og Krúser hafa gert samning um útleigu á húsnæði og aðstöðu til viðgerða að Funahöfða 11-13 í Reykjavík. Félagsmenn í Krúser geta pantað tíma og mætt með bíla sína og dyttað að þeim sjálfir með sínum verkfærum eða fengið aðstoð starfsmanns N1 og aðgang að verkfærum N1 eftir því sem hentar. Í húsnæðinu er bílalyfta og allar nauðsynlegar græjur. N1 stefnir einnig að því að koma upp verkfæraleigu á staðnum.
Nánar á www.kruser.is
Nánar á www.kruser.is