Félagsgjald 2009

Almennar fréttir af starfsemi Krúser sem og tilkynningar um ýmsa viðburði tengda klúbbnum.

Umsjónarmenn: K351, kruser5, krúser 57

Félagsgjald 2009

Innleggfrá K351 » 28 Feb 2009, 00:05

Þá er komið að því að greiða félagsgjald í Krúser fyrir árið 2009. Gjaldið er óbreytt frá fyrra ári og er aðeins 2000 krónur. Sumir eru nú þegar búnir að borga og og við þökkum þeim kærlega fyrir.

Einfaldast og þægilegast er að greiða félagsgjaldið með því að millifæra á reikning félagsins:

Reikningsnúmer: 0528-14-604342 í Íslandsbanka

Kennitala: 570306-0490

Ef sá sem greiðir er ekki félagsmaður eða ef greitt er fyrir fleiri en einn er nauðsynlegt að skrá í skýringu nafn félagsmanns sem verið er að greiða fyrir.

Þeir sem það vilja frekar geta komið á Bíldshöfðann á fimmtudögum og greitt þar.

Þeir sem ekki hafa greitt fyrir 13. mars munu fá senda gíróseðla. Gíróseðlarnir eru dýrir þannig að okkur þætti vænt um að þeir sem ekki hafa áhuga á að vera félagar myndu láta okkur vita með því að senda póst á kruser@kruser.is

Segið engum frá því, en þeir sem eru í Krúser fá:

•Bestu kjör á eldsneyti hjá N1
•Veglegan afslátt á varahlutum, rekstrarvörum og fleiru hjá N1
•Kostakjör á tryggingum frá VÍS
•Ódýrari Bifreiðaskoðun hjá Aðalskoðun ehf.

Auk þess fá Krúserar afslátt af ýmissi vöru og þjónustu hjá mörgum öðrum fyrirtækjum.

Upplýsingar um afsláttarkjörin eru á vefnum.

Látið félaga ykkar endilega vita.

Krúserkortin sem merkt eru 2008 verða notuð áfram, en við eigum von á límmiðum sem verða vonandi komnir á næsta fimmtudag og þeir sem eru búnir að borga fá miða. Við munum senda félagsmönnum úti á landi límmiðana og einnig Krúserkort ef þau liggja hjá okkur.
Björn Guðmundsson

Mercury Comet 1974
Volkswagen Vanagon 1984 - Saab knúinn
K351
 
Innlegg: 121
Skráður: 15 Des 2008, 21:15

Fara aftur til Fréttir og tilkynningar

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron