Síða 1 af 1

Hátíð í Vogum Vatnsleysuströnd 18 ág 2012

InnleggInnsent: 15 Ágú 2012, 14:52
frá krúser 57
Eins og undanfarin ár höfum við Krúserar tekið þátt í skemmtilegum degi suður í Vogum
og munum við fjölmenna þangað næsta laugardag ( 18/ágúst ).
Það mun fara vel um okkur suðurfrá og vel veitt af kökum og kaffi, eins og alltaf.
Brottför frá Krúserhöllinni Höfðabakka, stundvíslega kl. 12.00
Ekið verður gamla Vatnsleysustrandarveginn, sem er skemmtilegur vegarkafli og ekkert nema beygjur og hæðir og hólar. Vegurinn er þó malbikaður og gaman að krúsa.
Tekið verður á móti okkur við innkomu í Voga, og munu heimamenn sjá um að stilla upp til þess að taka góðan rúnt um bæinn og koma okkur fyrir á túninu góða.
Viðvera eins og hverjum og einum hentar, og mönnum frjálst að fara hvenær sem er.
Kl. 17 verður þó tekinn lokahringferð um bæinn með þeim sem verða enn á staðnum.
Veðurspáin er fín, svo BARA MÆTA.

Krúser - BARA gaman

Re: Hátíð í Vogum Vatnsleysuströnd 18 ág 2012

InnleggInnsent: 30 Ágú 2012, 16:42
frá bodvarg
kanski að ég fái að sitja í hjá einhverjum gegn því að taka nokkrar myndir af bílnum hjá honum ?