Bílar fyrir kvikmyndatöku

Almennar fréttir af starfsemi Krúser sem og tilkynningar um ýmsa viðburði tengda klúbbnum.

Umsjónarmenn: K351, kruser5, krúser 57

Bílar fyrir kvikmyndatöku

Innleggfrá Gauragangur » 11 Okt 2010, 15:14

Góðan daginn

Jón Tómas heiti ég og starfa við upptökur á kvikmyndinni Gauragangi. Þannig er mál veð vexti að við erum að taka upp á þriðjudaginn 12. okt frá 12- ca19. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er skammur fyrirvari en höldum bara í vonina að einhver góðhjartaður sjái þennan póst og vilji taka þátt í þessu skemmtlega verkefni með okkur.

Sagan gerist semsagt um 1980 og erum við að leita að bílum sem gætu passað fyrir þann tíma, þá líklega smíðaðir ca frá 1965-1980. Þeir þurfa ekki nauðsynlega að vera í frábæru ásigkomulagi enda oft skemmtilegt að hafa bíla með "karakter" í mynd. Hver og einn bíll væri líklega í tökum í ca 2 klukkustundir þó alltaf með fyrirvara að þeir gætu þurft að vera eitthvað örlítið lengur. Annað hvort væri bíllinn keyrður eftir götunni og færi þá í gegnum rammann eða einfaldlega lagt í bílastæði þar sem hann væri í mynd. Bílstjórinn þarf ekki nauðsynlega að fylgja en það væri þó mun skemmtilegra að hafa ykkur með.

Ef þið hafði áhuga á að aðstoða okkur með þetta þá værum við ævinlega þakklát og auðvitað yrði séð til þess að nafn ykkar yrði getið í creditlista.
Endilega hafið samband í síma 770-2238 eða í e-mail: nonni82@gmail.com ef þið hafið áhuga eða bara einhverjar spurningar um þetta.

kk
Jón Tómas Einarsson
Gauragangur
 
Innlegg: 1
Skráður: 11 Okt 2010, 14:51

Fara aftur til Fréttir og tilkynningar

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron