Bílasýning tónleikar og Krúserkvöld í verslun N1 á fimmtudag

Almennar fréttir af starfsemi Krúser sem og tilkynningar um ýmsa viðburði tengda klúbbnum.

Umsjónarmenn: K351, kruser5, krúser 57

Bílasýning tónleikar og Krúserkvöld í verslun N1 á fimmtudag

Innleggfrá K351 » 25 Ágú 2010, 16:39

Næsta fimmtudag 26. ágúst verður Krúserkvöld milli kl 18-21 í verslun N1 við Bílshöfða 9. Verslunin verður opin, frábær tilboð í gangi og glæsilegur glaðningur fyrir börnin.


Krúserar fjölmenna á glæsivögnum sínum og setja upp bílasýningu á planinu fyrir framan verslunina. Krúserbandið heldur uppi fjörinu og Tommi í Tommaborgurum grillar ofaní mannskapinn. Hamborgari og Coke verður selt á 600 kall.

Krúserfélagar sem mæta með glæsivagn sinn á sýninguna fá tvo fría hamborgara og Coke.

Þeir Krúserfélagar sem ætla að sýna bílana sína mæta stundvíslega kl. 18:00 og aka inn á planið frá Dvergshöfða planinu verður lokað kl. 18:30.


Krúser - bara gaman

kruser_n1.png
kruser_n1.png (2.09 MiB) Skoðað 5708 sinnum
Björn Guðmundsson

Mercury Comet 1974
Volkswagen Vanagon 1984 - Saab knúinn
K351
 
Innlegg: 121
Skráður: 15 Des 2008, 21:15

Re: Bílasýning tónleikar og Krúserkvöld í verslun N1 á fimmtudag

Innleggfrá krúser 57 » 03 Sep 2010, 13:21

Þetta var alveg magnað kvöld. Sól og sumar....rokk og ról og blús.....og Krúserborgarar frá Tomma....namm !!! :-)
Þessu má enginn missa af á næsta ári .
krúser 57
 
Innlegg: 129
Skráður: 26 Nóv 2008, 13:30


Fara aftur til Fréttir og tilkynningar

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron