Caddilac Landsmót

Almennar fréttir af starfsemi Krúser sem og tilkynningar um ýmsa viðburði tengda klúbbnum.

Umsjónarmenn: K351, kruser5, krúser 57

Caddilac Landsmót

Innleggfrá kruser5 » 16 Júl 2010, 19:49

Jóhann Vilhjálmsson
Sent: Friday, July 16, 2010 1:27 AM
Subject: Landsmót Cadillac Klúbbsinns 2010

Sunnudaginn 18 júlí 2010.
Mæting OLÍS Norðlingaholti 13 – 14.00 Röðum okkur upp austan við stöðina, kaffi og kleinur í boði OLÍS. Um Kl. 14.30 verður lagt af stað austur fyrir fjall og heimsækjum Ingólfsskála sem er aðeins rétt fyrir austan Hveragerði , léttar veitingar á góðu verði fyrir okkur félagana , þarna er stór landnámsskáli og röðum við bílunum upp fyrir framan skálann. Björn er vertinn og félagi í klúbbnum og tekur vel á móti okkur. Síðan ökum við á Selfoss tökum hring þar og endum á planinu hjá OLÍS , Þeir sem hafa OLÍS kort geta fengið 10% afslátt á bensíni þar, nánari upplýsingar hjá Jóa formanni. Nú segir veðurspáin að það verður veður eins og það gerist best, Þannig að gerum þetta að skemmtilegasta degi ársins og fjölmennum á mótið.

Sjá nánar á http://www.icecad.is

Jóivill formaður
kruser5
 
Innlegg: 25
Skráður: 22 Nóv 2008, 21:10

Fara aftur til Fréttir og tilkynningar

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 4 gestir

cron