Samið við Aðalskoðun

Almennar fréttir af starfsemi Krúser sem og tilkynningar um ýmsa viðburði tengda klúbbnum.

Umsjónarmenn: K351, kruser5, krúser 57

Samið við Aðalskoðun

Innleggfrá K351 » 10 Apr 2010, 11:03

Við höfum samið við Aðalskoðun um áframhaldandi samstarf í skoðunarmálum. Aðalskoðun hefur séð um að skoða bílaflota Krúsera frá stofnun klúbbsins og við treystum engum betur til þess.

•Á skoðunardeginum eru eingöngu skoðaðir fornbílar (25 ára og eldri) og fyrir þá greiðum við 1900 Kr
•Meðlimir Krúser fá afsláttarmiða fyrir skoðun á einum heimilisbíl með 50 % afslætti
•Meðlimir Krúserklúbbins eru með fastan 20 % afslátt af skoðunum hjá Aðalskoðun gegn framvísun félagsskírteinis

Afsláttarmiðinn sem veitir 50% afslátt og 20% afslátturinn gilda í heilt ár, þannig að menn mæta bara með bílana sína á réttum tíma í skoðun.

Starfsfólk á starfsstöðvum Aðalskoðunar úti á landi mun verða upplýst um þessi afsláttarmál þannig að meðlimir klúbbsins úti á landi eiga að geta nýtt sér þessa afslætti.

Skoðunardagur Krúser 2010 verður í vikunni 3-7 maí eftir kl. 17. Eins og venjulega veljum við þurran dag og sendum SMS á alla Krúsera þegar hann hefur verið valinn.

Í öllum tilfellum þarf að framvísa gildu félagsskírteini til að fá afsláttinn.

Við minnum á félagsgjöldin fyrir 2010 greiðsluseðlar voru sendir um miðjan mars bæði á pappír og í netbanka. Uppúr miðjum apríl munum við senda þeim sem greitt hafa félagsgjöld límmiða til að líma á kortið og afsláttarmiðann frá Aðalskoðun. Einnig munu nokkrir nýir félagsmenn fá skírteinin sín send.

Þeir sem eiga eftir að borga og ætla að nýta sér skoðunardaginn verða því að borga í síðasta lagi 15. apríl, svo við náum að senda bréfin.

Látið okkur vinsamlega vita ef einhver hefur ekki fengið greiðsluseðil með því að senda póst á kruser@kruser.is

Fylgist með á www.kruser.is
Björn Guðmundsson

Mercury Comet 1974
Volkswagen Vanagon 1984 - Saab knúinn
K351
 
Innlegg: 121
Skráður: 15 Des 2008, 21:15

Fara aftur til Fréttir og tilkynningar

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron