Síða 1 af 1

Ferð á Eyrarbakka...laugard. 27. júní 2009

InnleggInnsent: 26 Jún 2009, 09:43
frá krúser 57
Fyrirhuguð er ferð á Eyrarbakka á morgun laugardaginn 27 júní.
Krúser-klúbbsins er getið í dagskrá staðarins sem hefst á morgun, og er fjölbreytt dagskrá í boði alla helgina.

Eru allir hvattir til þess að losa um gamalt sót í vélfákum sínum, og rúlla austur.
Keyrt verður um Þrengslin.
Þegar við nálgumst Eyrarbakka taka á móti okkur félagar okkar á suðurlandinu og lóðsa okkur inn í bæinn.

Veðurspá: Svaka sól...og rokk og ról !!!

Brottför verður frá Bíldshöfðanum kl 13.00

Sjá má nánari dagskrá hér:
www.eyrarbakki.is

Re: Ferð á Eyrarbakka...laugard. 27. júní 2009

InnleggInnsent: 28 Jún 2009, 11:53
frá k.comet
Takk fyrir mig......flottur dagur, og stemmingin í Hveragerði var flott...

mæli með því við förum oftar út úr borginni.... annars fínn dagur

kv. k.comet

Re: Ferð á Eyrarbakka...laugard. 27. júní 2009

InnleggInnsent: 28 Jún 2009, 17:16
frá Ozeki
Já, þetta lukkaðist sérlega vel með veðrið lika. Sól og blíða fyrir austan, og svo var sólin komin í bænum þegar maður kom til baka.

Nokkrar myndir á flickr

Mynd

Re: Ferð á Eyrarbakka...laugard. 27. júní 2009

InnleggInnsent: 28 Jún 2009, 21:27
frá 67több
Frábær ferð gott veður og Eyrarbakki á þakkir skilið fyrir frábærar viðtökur gaman að skoða safnið og gestreisninn í fyrirrúmi takk fyrir mig.ps,kanski prentvillur.

Re: Ferð á Eyrarbakka...laugard. 27. júní 2009

InnleggInnsent: 29 Jún 2009, 22:50
frá viffim
Ég þakka öllum Krúserum sem komu á Eyrarbakka á Jónmessuhátíðina og litu við hjá mér í súpu í Garðshorni. Gaman að sjá hvað margir bílar komu.

Bestu kveðjur

Vigfús X - 490