Síða 1 af 1

Skoðunardagur 2009-Félagsgjöld...

InnleggInnsent: 21 Apr 2009, 09:01
frá krúser 57
Þá nálgast skoðunardagurinn óðum.

Það verður valinn nánar skoðunardagur í fyrstu vikunni í maí...´þ.e. frá 4.til 8. maí.
Við ákveðum daginn endanlega eftir veðurspá...en höfum úr þessum dögum að velja.

Skoðunartími verður frá kl 17. og fram undir kl 21....gott er að mæta snemma.
Skoðað á sama stað og undanfarin ár...Aðalskoðun Helluhrauni, Hafnarfirði.

Fylgist með þessu hér á síðunni, því að það verður aðeins dagsfyrirvari þegar .....
Við munum þó senda SMS.

p.s. Nú dugar EKKI að hafa ekki greitt félagsgjaldið fyrir 2009.
Einungis þeir sem hafa greitt geta nýtt sér þetta sértilboð til Krúser meðlima.
Greiddir meðlimir verða að hafa meðferðis gilt félagsskírteini.

Re: Skoðunardagur 2009-Félagsgjöld...

InnleggInnsent: 23 Apr 2009, 19:16
frá Þórður A.
Hvað verður verðið á 1 stk skoðun?

Re: Skoðunardagur 2009-Félagsgjöld...

InnleggInnsent: 27 Apr 2009, 08:51
frá krúser 57
Verðið á skoðun bílaflota Krúser-meðlima er eftirfarandi:

Tilboð fyrir okkur á sérstökum skoðunardegi:
Verð fyrir skoðun á fornbíl (25 ára og eldri) kr. 1500.-
Verð fyrir skoðun á öðrum bílum Krúser-meðlima á skoðunardegi Kr. 4595.- ( 50% afsl frá skoðunargjaldi.)
Verð fyrir skoðun alla aðra daga ársins fyrir Krúser-meðlimi kr. 6268.- ( 25% afsl frá skoðunargjaldi.)

Ath. Fullt verð fyrir skoðun fólksbíla er kr. 7940.-
Inni í því verði er síðan mengunargjald kr. 850.- og umferðaröryggisgjald kr 400.-(beint í ríkiskassann)
Skoðunargjaldið sjálft er því 6.690.- og reiknast afsláttarprósentan frá því verði.

Full ástæða er til þess að nefna það einu sinni enn, að þessi kjör fá menn og konur aðeins með því að framvísa
félagsskírteini Krúser þegar mætt er í skoðun. (skírteinið þarf að vera fyrir árið 2009).

Re: Skoðunardagur 2009-Félagsgjöld...

InnleggInnsent: 03 Maí 2009, 22:58
frá K351
Veðurútlitið er ekki gott fyrr en á fimmtudag eins og staðan er núna, við fylgjumst með og látum vita.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 5-8 m/s og dálítil rigning, en snýst í suðvestan 8-13 með skúrum eða slydduéljum á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 03.05.2009 22:13. Gildir til: 05.05.2009 00:00.


Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Vestlæg átt, 8-15 m/s, en hægari fyrir norðan. Skúrir eða él víða um land og hiti 0 til 5 stig, en bjart á SA-landi og hiti 5 til 10 stig.

Á miðvikudag:
Austlæg átt, 3-10 m/s, en 10-13 um kvöldið. Smáskúrir eða él, en bjart SV-til. Hiti 1 til 8 stig, mildast SV-lands.

Á fimmtudag:
Norðaustan 10-15 m/s og skúrir eða slydduél, en þurrt SV-lands. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Útlit fyrir ákveðna norðanátt með rigningu eða slyddu N-lands, en þurrt syðra. Fremur svalt veður.

Re: Skoðunardagur 2009-Félagsgjöld...

InnleggInnsent: 05 Maí 2009, 23:58
frá K351
Skoðunardagurinn er á morgun 6. maí 2009, sjá nánar á www.kruser.is

Re: Skoðunardagur 2009-Félagsgjöld...

InnleggInnsent: 06 Maí 2009, 22:29
frá Ozeki
Fínn skoðunardagur

Nokkrar myndir á flickr

Takk fyrir mig

Re: Skoðunardagur 2009-Félagsgjöld...

InnleggInnsent: 07 Maí 2009, 10:05
frá K351
Og nokkrar hér, teknar á síma, þannig að myndgæðin eru ekkert spes.

Re: Skoðunardagur 2009-Félagsgjöld...

InnleggInnsent: 08 Maí 2009, 13:36
frá krúser 57
Já þetta var fínn dagur ....og langur....en bara gaman.
Þakkir til allara sem komu, og einnig til þeirra sem lögðu hönd á plóginn....t.d. Þórir # 74 sem stóð vaktina á grillinu...og grillaði og grillaði og grillaði....þangað til að allt var búið. Þá var hann farinn að finna fyrir hungri....en var of seinn...allt búið.
Einnig má geta þess að Vífillfell gaf allt Kókið ...sem var góður slatti,
og Kristjánsbakari á Akureyri gaf öll brauðin.

:D

Re: Skoðunardagur 2009-Félagsgjöld...

InnleggInnsent: 08 Maí 2009, 22:38
frá caddy
Já og ég þakka fyrir mig frábær dagur og frábæritr hamborgarar
caddy