Mercedes Benz 560SEC Lorinser, 1986 árgerð.

Hér getur þú auglýst ýmis ökutæki til sölu.

Umsjónarmenn: K351, kruser5, krúser 57

Mercedes Benz 560SEC Lorinser, 1986 árgerð.

Innleggfrá CES » 03 Sep 2011, 08:49

Til sölu þessi fágæti gullmoli sem er Mercedes Benz 560 SEC, 1986 árgerð sem var á sínum tíma toppurinn hjá Benz.
Bíllinn var allur tekin í gegn og ryðbættur á vandaðan hátt. Að sama skapi var skipt um mikið af slithlutum, sbr. í bremsum, stýrisbúnaði ofl. ofl.

Bíllinn er Lorinser breyttur ( http://www.sportservice.lorinser.com/en/home/) í Þýskalandi, felgur, skott, silsakitt ofl.

Nánari uppl.
5,6L V8
Ekinn 263 þúsund
Sjálfskiptur
Rúm 300 hestöfl.
Læst drif
Rafmagn í rúðum
Rafmagn í sætum
Sóllúga
VDO CD spilari
Fjarstýrðar samlæsingar (tvö sett af lyklum)
19" Lorinser RS8 felgur
Lorinser shark fin antena
Ljós / svört leður, rússskins innrétting
Opnir aftari kútar, grimmt hljóð
Nýtt mottusett
Nýsmurður og nýtt á drifi (sér forðabúr) + ný K&N loftsía ofl.
Eflaust fullt sem ég er að gleyma.

Bíllinn er í daglegri notkun og er gríðarlega skemmtilegur og kraftmikill. Það eru nokkrir hlutir sem mættu betur fara enda um 25 ára gamlan bíl að ræða. Innrétting er veðruð og lakk á toppi og skotti þarf að laga svo vel sé.

Þar sem bíllinn er fornbíll ( Krúserbíll ;-) eru tryggingar 10.800.- á ári og engin bifreiðagjöld sem gera ánægjuna enn meiri af að eiga hann.

Það liggur ekki á að selja hann og öll boð undir 1,6 milljón eru afþökkuð fyrirfram.
Skoða skipti.
CES
 
Innlegg: 3
Skráður: 03 Sep 2011, 08:46

Re: Mercedes Benz 560SEC Lorinser, 1986 árgerð.

Innleggfrá CES » 03 Sep 2011, 08:54

Mynd
CES
 
Innlegg: 3
Skráður: 03 Sep 2011, 08:46

Re: Mercedes Benz 560SEC Lorinser, 1986 árgerð.

Innleggfrá CES » 03 Sep 2011, 08:55

Hann er nýskoðaður 2012
CES
 
Innlegg: 3
Skráður: 03 Sep 2011, 08:46

Re: Mercedes Benz 560SEC Lorinser, 1986 árgerð.

Innleggfrá finni » 23 Jún 2013, 08:30

Áttu myndir?
finni
 
Innlegg: 1
Skráður: 23 Jún 2013, 08:25


Fara aftur til Ökutæki til sölu

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 7 gestir

cron